Fara í efni
Umræðan

Kennaradeilan haustið 2024

Viðhorf sveitarstjórnarfólks gagnvart kennurum leik- og grunnskóla.

Í pallborði á fjármálaráðstefnu á sveitarstjórnarstiginu í annarri viku október 2024 gerðist það í umræðum þar sem kjör kennara voru ekki beint á dagskrá að borgarstjóri Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson, sagði meðal annars þetta:

„Mér finnst einhvern veginn öll statistik, um til dæmis bara skólana okkar benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust, að við séum að, að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum og og hérna, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri einhverjir undirbúningstímar.“

Þessi ummæli fengu lófaklapp í salnum, þar voru nálægt 500 þátttakendur úr sveitarfélögum alls staðar af landinu.

Þarna voru vísast einhver sem vildu ekki taka undir þessi orð borgarstjórans en andmælin, ef einhver voru, heyrðust ekki. Kennarastéttina bar oftar á góma á þessari samkomu og því miður var það oft á neikvæðu nótunum. Mér finnst það vera alltof nálægt atvinnurógi að slá því fram að kennarar vilji vera „minna með börnunum“ og lítilsvirðandi ummæli um „fleiri einhverjir undirbúningstímar“ hélt ég að myndu ekki koma fram hjá þeim sem eiga að vita það að ef kennari kemur óundirbúin til kennslu er það sóun á tíma barnanna.

Svona nálgun er ekki gæfulegt veganesti inn í kjaraviðræðurnar sem þarf að klára á næstu vikum svo ekki komi til fleiri verkfallsboðana.

Kvartanir vegna agaleysis í skólum og neikvæðra viðhorfa nemenda og foreldra gegn kennurum hafa komið fram að undanförnu. Það hefur einnig verið fjallað um ástæðurnar fyrir þessu og þetta, sem mér finnst vera ömurlegt, viðhorf sem sveitarstjórnarfólk virðist láta líðast í sínum hópi getur ekki verið til að bæta ástandið.

Fólk sem býður sig fram til að leiða í málefnum sveitarfélaganna verðu að kynna sér hvað er að gerast í leik- og grunnskólum frá degi til dags áður en það slær fram einhverjum yfirlýsingum um það sem er fram undan í skólastarfinu og hvað þarf að gera til að börnin fái það sem til er ætlast.

Ólafur Kjartansson er vélvirkjameistari og fyrrum framhaldsskólakennari á eftirlaunum

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00