Íslandsmeistarar KA/Þórs eru úr leik
Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta verja ekki titilinn. Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Val í KA-heimilinu í dag, 30:28, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins, Valur vann einvígið þar með 3:1 og mætir Fram í lokabaráttunni um meistaratitilinn.
KA/Þór hóf leikinn hræðilega í dag en Valur aftur á móti frábærlega. Valur komst í 4:0, 6:1 og 7:2 og strax ljóst að við ramman reip yrði að draga gegn öflugu Valsliði. KA/Þór minnkaði muninn fyrir hlé, staðan var þá 16:13, heimamenn eltu Valsara allan seinni hálfleikinn en náðu aldrei að jafna. Þar með eru stelpurnar komnar í sumarfrí – því miður.
Rut Jónsdóttir var markahæst hjá KA/Þór í dag, gerði 10 mörk í leiknum í dag.
Smellið hér til að sjá tölfræði frá HBStatz.
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.