Fara í efni
Umræðan

Hörmungarástand við Lundargötu

Árum saman hefur Lundargata 13 verið að grotna niður án þess að nokkur taki ábyrgð á stöðunni. Húsið var byggt árið 1898 á lóð Gránufélagsins. Dæmigert hús á Eyrinni á þessum árum. Lundargatan hefur mjög látið á sjá en flest húsin risu á árunum fyrir aldamótin 1900. Sem betur fer hefur suðurhluti götunnar fengið miklar endurbætur, en norðurhlutinn má muna fífil sinn fegurri að hluta. Verst er staðan á lóðum 13, þar sem húsið á meðfylgjandi myndum stendur, og lóð númer 17 sem er auð og í hirðuleysi. Staðan á 13 er óboðleg, eldhætta og slysahætta.

Ég vil vekja athygli bæjaryfirvalda og þeirra er málið varðar og skora á þá að bregðst við. Staðan á þessu er óboðleg, svæðinu til vansa og dónaskapur við íbúa í nágrenninu. Svona getur þetta ekki gengið lengur og skylda bæjaryfirvalda að bregðast við áður en slys verða.

Árum saman hefur þetta verið svona og bara versnar.

Trúi ekki að eigandi og bæjaryfirvöld láti þetta vera í þessari stöðu áfram.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi Eyrarpúki

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00