Fara í efni
Umræðan

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Áhugi borgaryfirvalda á því að viðhalda góðum tengslum við þá sem þurfa að heimsækja borgina af einhverjum ástæðum virðist takmarkaður.

Nú reyna borgaryfirvöld í Reykjavík eftir bestu getu að loka Reykjavíkurflugvelli. Nýjasta tilraunin fellst í því að þvinga fram lokun flugbrautar fremur en að fella nokkur tré í aðflugslínu brautarinnar.

Spurningin er sú hvort tré séu mikilvægari lífverur en menn. Við þessu á Reykjavíkurborg það svar, að því er virðist, að svo er. Borgaryfirvöld eru með þessu að koma í veg fyrir óhindrað sjúkraflug um Reykjavíkurflugvöll sem mun geta valdið og mun valda því að tafir verði á flutningi sjúkra á Landspítalann með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Væri ekki tilvalið fyrir borgaryfirvöld að íhuga þanka Jóns Hreggviðssonar, í Íslandsklukku Laxness, svohljóðandi: „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.“

Franz Árnason er hagsmunaaðili, Davíðshaga á Akureyri

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00