Fara í efni
Pistlar

Heimur nöldurs og væls

Ég bý í heimi nöldurs og væls, miðaldra karl, fúll inn að beini.
Ég horfi, ég hlusta, ég les
um að vesen dagsins sé verra einhvern veginn.
 
Ég mæti fólki á þönum, sjá þetta lið, týnt í tækjunum sínum.
Við tækin þau tala, þau pikka, þau glápa,
þetta er eins og martröð úr myrkustu draumum mínum.
 
Ég rifja upp gömlu dagana, samt ekki alla, bara þá góðu.
Þeir voru rólegri, mildari, glaðari,
þá var lífið einfaldara á ótal vegu, en ekki allt í móðu.
 
Engir snjallsímar, engin umferð, enginn endalaus hávaði.
Allir að spjalla, leika, grínast,
ekki allir að móðgast af minnsta tilefni í algjöru brjálæði.
 
Samt ber minning mín óhreina blæju, er ég einhverju að leyna?
Hvað með sorgir, deilur, strögl,
er ég að mála fortíðina í bleikum litum, hvað er ég að meina?
 
Er það þrá eftir æsku, þess tíma þegar draumarnir réðu ferð?
Þegar ég var ferskur, grannur, sléttur,
minning sem lætur fortíðina líta út fyrir að vera úr gulli gerð.
 
Sem gamall argur gaur, skal ég halda í stolt mitt og aldrei þegja.
En þó ég tuði, bölvi, urri,
þá þykir mér tíðin betri núna, en það mun ég þó aldrei segja.
 

Jón Óðinn Waage er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00

Sviðnir leggir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. desember 2024 | kl. 11:30

Snjóavetur

Jóhann Árelíuz skrifar
29. desember 2024 | kl. 06:00

Liðið sem aldrei lék heimaleik

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. desember 2024 | kl. 13:00