Fara í efni
Pistlar

Af hverju hata þau okkur svona mikið?

Fólk við vinnu, börn að leik, í skugga trjánna sátu þau eldri,
hjarta þorpsins sló í sínum takti.
Venjulegt fólk, með drauma, sem lýstu upp daginn þeirra.
 
Í landi langt í burtu, lögðu hinir siðmenntuðu á ráðin,
veggmynd harmleiks var teiknuð upp.
Valdið spann enn einn þráðinn, blóðugan, í sinn svikavef.
 
Hún gerði ekki boð á undan sér, sprengjan, hún kom í þögn,
svo gerði hún það sem henni var ætlað.
Afurð hátækni, sem við stærum okkur af, tætti í sundur líkama fólksins.
 
Með sprengjunni sprakk líka sannleikurinn, í staðinn kom lygin,
yfirhylmingin og réttlætingin, viðurstyggðin.
Nauðsynlegur fórnarkostnaður í þágu friðar, en friðar hvers?
 
Í fjarlægum löndum, þar sem börn gráta, hatri er sáð,
andlit hræsni, speglast í rústum náðarinnar.
Sorgleg saga, aldagömul, saga skrifuð, en samt ósögð.
 
Við, hin siðmenntuðu, blind fyrir kostnaði grimmdarverka í okkar nafni,
blind fyrir neyð, við, full af yfirlæti, spyrjum:
„Af hverju hata þau okkur svona mikið?“
 

Jón Óðinn Waage er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00

Sviðnir leggir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. desember 2024 | kl. 11:30

Snjóavetur

Jóhann Árelíuz skrifar
29. desember 2024 | kl. 06:00

Liðið sem aldrei lék heimaleik

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. desember 2024 | kl. 13:00