Fara í efni
Umræðan

Framtíðin er núna

Það er áhugavert að heyra hvernig flestir stjórnmálamenn tala um „málefni ungs fólks“. Þeir setja mynd á Instagram um námslán eða halda málfund um fæðingarorlof. Kannski er þessi umfjöllun upplýsandi fyrir einhvern, en fyrir flestum sem tilheyra hópnum „ungt fólk“ er hún frekar undarleg – vegna þess að hagsmunir ungs fólks afmarkast ekki við einstök loforð, þeir eru hagsmunir allra.

Staðreyndin er að öll málefni eru málefni ungs fólks. Það er sá hópur sem ýmist hagnast eða tapar hvað mest á ákvörðunum Alþingis. Þegar frambjóðandi setur sig í sérstakar stellingar og talar um eitt eða tvö mál þegar kemur að „málefnum ungs fólks“ er viðkomandi á villigötum.

Ungt fólk á Íslandi er frábær hópur sem því miður stendur frammi fyrir gífurlegum áskorunum. Ungt fólk er oftar en ekki á lægstu launum ævi sinnar en með mikil útgjöld vegna barneigna, náms og húsnæðiskaupa, það er þau sem yfirhöfuð komast inn á fasteignamarkað. Hinum býðst eingöngu aðgangur að dýru leiguhúsnæði. Sífellt fleira ungt fólk situr fast í foreldrahúsum miklu lengur en það kýs. Þetta eru þær áskoranir sem ungt fólk, hvort sem það er í sveit eða bæ sett, er að glíma við.

Þessu til viðbótar líta stjórnmálamenn allt of oft fram hjá því að heilbrigðismál eru líka málefni ungs fólks, og sömuleiðis samgöngumál, utanríkismál, lífeyrismál og allt annað sem viðkemur stjórnmálum. Það virðist því miður ekki vera öllum ljóst að ungt fólk hefur hagsmuna að gæta af öllum í þessum málum og ætti því að eiga sína rödd og sína málsvara þegar ákvarðanir eru teknar.

Í huga Viðreisnar eru málefni ungs fólks ekki skraut eða neðanmálsgrein sem þarf að nálgast á einhvern sérstakan máta. Málefni ungs fólks eru kjarni alls þess sem við gerum. Stærsta verkefni næstu ríkisstjórnar verður að gera Ísland að landi sem eftirsóknarvert er að búa í. Jafnt fyrir þá sem fæðast hér og þá sem kunna að vilja setjast hér að. Tryggja verður framboð húsnæðis og að fólk geti eignast það án þess að það sé áhættufjárfesting. Skapa þarf skilyrði til að hér dafni fjölbreytt atvinnulíf og að hver og einn geti dafnað á sínum forsendum.

Viðreisn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki. Ákall samfélagsins eftir nýjum áherslum fer ekki fram hjá neinum.

Breytum þessu! – Saman.

Ingvar Þóroddsson er  oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Valdið til fólksins – lykillinn að sterkara þjóðfélagi

Theodór Ingi Ólafsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 12:00

Félagshyggja hvað er nú það?

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 09:19

Blórabögglar og gylliboð frá vinstri

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 20:00

Lykill að áframhaldandi velgengni

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 18:50

Eflum löggæslu

Grímur Grímsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 17:30