Fara í efni
Umræðan

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Undirrituð hefur talað fyrir bættri umgengni í bænum og þá sér í lagi á atvinnulóðum og að lóðahafar virði lóðamörk. Í vikunni var svo samþykkt í bæjarstjórn að banna alfarið með lögreglusamþykkt að leggja í Goðanesi, til að bregðast við ábendingum sem hafa borist um að tæki í götunni hindri umferð. Það er óásættanlegt að ganga þurfi svo langt og sýnir að bærinn hefur misst tökin á þessum málum. Víðsvegar um bæinn má sjá tækjum, gámum og dóti lagt í leyfisleysi.

Samþykkt var í vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar að ráða starfsmann til að fara í umgengnismál og eru það mikil vonbrigði að svo virðist sem það starfshlutfall hafi síðan ekki ratað inn í fjárhagsáætlun næsta árs. Í stefnunni kemur einnig fram að skoða eigi að koma upp vöktuðu geymslusvæði. Það kom því spánskt fyrir sjónir þegar meirihlutinn snéri við ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs, um að sækja um lóð undir geymslusvæði, og taldi ekki þörf á því. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hefur kallað eftir úrræðum í nokkurn tíma og þörfin er greinileg fyrir hendi, fyrir almenning og fyrirtæki til að geyma ökutæki, vagna, vinnuvélar, gáma og aðra lausamuni. Því miður er alltof mikið um fögur fyrirheit en fátt um efndir.

Leggjumst öll á eitt og gerum Akureyri að eftirsóknarverðu og framsæknu atvinnusvæði. Ásýndin segir svo margt um metnað okkar til að gera vel!

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er oddviti Framsóknar á Akureyri

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30