Fara í efni
Umræðan

Flokkur fólksins er fyrir þig

Ég er þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fara fyrir frábærum frambjóðendum Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu í komandi Alþingiskosningum. Öll mín orka og þrek mun fara í að standa vörð um kjördæmið okkar. Flokkur fólksins hefur verið einarður málsvari landsbyggðarinnar og talað óhikað fyrir framtíð sjávarbyggðanna og jöfnun búsetuskilyrða.
 
1. Flokkur fólksins beitir sér fyrir breyttri vaxtastefnu, þar sem tekið er tillit til hag heimila og settar hömlur á sjálftöku fjármálafyrirtækja.
 
2. Flokkur fólksins mun beita sér fyrir átaki í húsnæðismálum ekki síst til hagsbóta fyrir leigjendur.
 
3. Flokkur fólksins mun leiða í lög þau fjölmörgu mál sem hann hefur þegar lagt fram um að bæta kjör lífeyris- og eftirlaunaþega m.a. að tryggja 400 þús. króna lágmarksframfærslu.
 
4. Ísland er uppselt og óheft innstreymi hælisleitenda verður stöðvað með hertum reglum í samræmi við þær sem gilda á hinum Norðurlöndunum.
 
5. Hluti af afla fiskiskipa skal ávallt fara á uppboð til þess að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna og aukið verður til muna frelsi smábáta. Endurskoða þarf fiskveiðiráðgjöf sem skilar mun minni afla í öllum fisktegundum og síendurteknum aflabresti í loðnu.
 
6. Tekið verður á spillingunni m.a. komið í veg fyrir að ráðamenn skipi vini og vandamenn sem sendiherra eða selji sjálfum sér fjármálafyrirtæki.
 
7. Tekist verður á við fíknivandann með öllum leiðum og ekki hve síst með bættu utanumahaldi um þá sem lokið hafa meðferð.
 
Ísland er ríkt land þar sem allir eru meira og minna tengdir eða skyldir, en samt sem áður búa hátt í 15% barna við fátækt og þúsundir barnafjölskyldna hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið.
 
Við í Flokki fólksins viljum og ætlum að breyta þessu og erum sannfærð um að mikill meirihluti landsmanna sé okkur sammála.
 
Sigurjón Þórðarson er í 1. sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00