Fara í efni
Umræðan

Engir hjólastígar á Akureyri

Ef horft er til samgönguleiða í þéttbýlinu, þá er þetta því miður staðan í dag. Umferðarlögin eru nefnilega með skýra skilgreiningu á hjólastígum og viðurkenna ekki að gangstétt sé hjólastígur.

Fulltúar VG í skipulagsráði hafa reynt að þoka þessu til betri vegar innan ráðsins. Þó það hafi ekki tekist nema að litlu leyti er ástæðulaust að að halda að það sé ekki hægt að bæta þetta, það verður bara að halda áfram.

Skoðum stöðuna betur:

Eins og sagði er blönduð formleg samgönguleið gangandi/hjólandi með jöfnum umferðarrétti beggja ekki til í umferðarlögum.

Þar er hinsvegar til grein um að hjólandi megi nota gönguleiðir ef hjólandi truflar ekki gangandi. Þessi grein, 43. gr. umferðarlaga, er grein um undanþágu og segir einnig að ferðaleyfi hjólandi á gönguleið sé á valdi viðkomandi veghaldara, sveitarfélög hafa vald til að afnema þessa undanþágu þar sem þau vilja.

Í stuttu máli sagt, út frá þessu er það alveg á hreinu að í þéttbýlinu á Akureyri er ekki til einn einasti meter af alvöru lögformlegum hjólaleiðum utan akbrauta. Gegn anda þessara skýru ákvæða umferðarlaga gerir stígaskipulag Akureyrar samt ráð fyrir að nota gönguleiðir sem tengi- og stofnleiðir hjólandi og eftir þeirri uppskrift eru merktar inn stofnleiðir hjólandi á Akureyri á opinberum uppdráttum af samgöngukerfi Akureyrar. Mér finnst það ekki fallegur blekkingarleikur að nota þessa aðferð til að geta sett „hjólaleið“ á kort af þeim stofnleiðum sem nú eru til innan Akureyrar.

Þetta kann að koma mörgum á óvart í ljósi þess hvað fólk í yfirstjórn bæjarins hefur látið frá sér fara um „hjólabæinn“ Akureyri.

Í umræðu um samgöngur, umhverfis og loftslagsmál sem og lýðheilsu er nánast undantekningarlaust og réttilega bent á mikilvægi góðrar aðstöðu fyrir hjólandi vegfarendur.

Einnig er í umhverfis- og samgöngustefnunni sem var samþykkt 2016 stefnt að því að fá vottun um hjólavænt samfélag (Bicycle Friendly Community) svo markaðssetja megi bæinn sem slíkan. Verklok 2020.

Fulltrúar pólitíkurinnar hafa sýnt þessu áhuga og verið virkir í þessari umræðu með ýmsum hætti. Í ljósi þess hve efndir á fyrirheitunum hafa verið vesældarlegar legg ég til að frambjóðendur annara flokka í komandi kosningum reyni að átta sig á raunveruleika dagsins í dag í „hjólabænum“ Akureyri og gangi í lið með VG með innleiðingu verkferla í skipulagsgerð og framkvæmdum sem eigi sér betri lagastoð en svonefnd „blönduð“ hjóla/gönguleið.

Ólafur Kjartansson er á framboðslista VG í komandi kosningum.

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00