Fara í efni
Fréttir

Endurupplifir áfallið eftir símtal nemanda

Mynd af vef RÚV

Ung kona, sem leitaði til neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna kynferðisbrots, segir að það hafi valdið sér mikilli vanlíðan þegar nemi í Háskólanum á Akureyri hafði samband við hana vegna rannsóknar fyrir meistararitgerð. Hún er mjög ósátt við að ókunnugir geti fengið svo viðkvæmar persónuupplýsingar frá spítalanum.

RÚV fjallar um málið í morgun. Þar kemur fram að spítalinn ætli ekki að endurskoða verklag varðandi persónuupplýsingar úr sjúkraskrám, og háskólinn telur heldur ekki þörf á að breyta verklagi.

Í frétt RÚV segir: Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, er búsett á Akureyri og er á tuttugasta aldursári. Þegar hún var ekki orðin átján ára fór hún í samkvæmi ásamt vinum sínum hjá manni sem hún þekkti lítillega til gegnum kunningja. Þar varð hún fyrir grófri nauðgun og leitaði því til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég var bara krakki,“ segir hún, „en hann setti líf mitt á pásu. Ég lifi dags daglega í ótta um að rekast á hann, hvort sem það sé úti í búð, á rauðu ljósi, niðri í bæ eða annars staðar.“

Smellið hér til að sjá frétt RÚV