Fara í efni
Umræðan

Einkarekinn skóli

Margir sjá ofsjónum yfir einkareknum grunnskóla. Þetta rekstrarform hefur verið við lýði á öðrum Norðurlöndum án vandkvæða. Einkaskólar á Norðurlöndunum bjóða oft upp á fjölbreyttara og öðruvísi nám sem fellur nemendum vel í geð. Rekstraraðilar einkaskóla hafa ekki skyldu til að taka inn stefnur sem stjórnvöld ákveða eða hugmyndafræði.

Í stefnu Lýðræðisflokksins er lögð áhersla á frelsi í menntamálum. Talað um fjölbreytt rekstarform á öllum skólastigum. Nú þegar eru einkareknir skólar á Íslandi, Hjallastefnan. Skólinn og stefna þeirra hefur náð góðum árangri. Kynjaskipt starf, strákar og stelpur, þykir henta í sumum tilfellum og öðrum ekki. Aðrir skólar virðast líta á kynjaskiptingu nemenda sem eitthvað slæmt. Svo er ekki.

Einkareknir leikskólar hafa verið í rekstri víða um land. Einkareknir grunnskólar finnast líka og má þar nefna, Ásgarðsskóla, skóli í skýjunum. Sá skóli tekur við nemendum frá öllu landinu. Taki skólinn við nemendum borgar sveitarfélagið sem hefur lögheimili nemanda. Efla á framtak þeirra sem vilja reka einkaskóla. Margir spá því að innan áratugs eða svo munu einkaskólar vera mun fleiri en þeir eru í dag. Ástæða þess er megn óánægja með grunnskólakerfið eins og það er í dag.

Skólanámskrá

Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á einföldun á námskrá og að skólum sé gefið meira frjálsræði til að leggja áherslu á ákveðna þætti innan hvers skóla. Ekki ósvipað og um einkaskóla sé að ræða. Það yrði skólakerfinu til sóma ef slíkt næði fram að ganga. Gildandi námskrá er vont plagg og ekki víst að sú sem ráðherra menntamála hefur lagt fram sé nokkuð betri. Námskráin eins og hún er í dag gefur líka tækifæri á verðbólgu í einkunnargjöf eins og komið hefur á daginn. Það þarf að laga með t.d. samræmdu námsmati reglulega yfir skólatímann.

Fyrri námskrá gerði ráð fyrir að þekking nemenda væri í forgrunni og mælingar samkvæmt því. Stefna menntamálaráðherra í menntamálum hefur verið á teikniborðinu og var kynnt á Menntaþingi 2024. Sitt sýnist hverjum um þá stefnu, í raun er ekkert þar sem á hönd festir þegar horft er til úrbóta í skólakerfinu. Ekkert til að bregðast við slökum árangri nemenda í PISA.

Tuttugu aðgerðir

Á Menntaþingi voru lagðar fram tuttugu aðgerðir til að ráða bót á ástandinu í skólamálum. Þar vekur athygli að hvergi er minnst á hvernig eða hvenær hlutirnir eiga að gerast. Aðgerðirnar fela m.a. í sér áherslu á lofts­lags­mál og sjálf­bærni, fjölgun kennara, sta­f­ræna borg­ara­vit­und, vellíðan í skóla- og frí­stund­a­starfi og bætt­an náms­ár­ang­ur.

Á þinginu var talað um, að þeir sem starfi með börnum tali góða íslensku. Þó það nú væri kynni einhver að segja. Vissulega jákvætt að forsvarmenn menntamála hafi orð á þessu og setji í aðgerðaráætlun. En hvað er góð íslenska? Verður farið eft­ir evr­ópska tungu­málaramm­an­um eða ekki? Það kom ekki fram.

Ekkert af því sem kom fram í aðgerðaplaggi ráðherra felur í sér skuldbindingu. Lýðræðisflokkurinn þarf tækifæri á þingi til að sýna að þeim er umhugað um menntamálin. Eins og segir í stefnuskránni, skólastarf á að efla gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Frambjóðandi vill í því samhengi nefna stefnur Evrópusambandsins, kynhlutlaust tungumál og málefni beggja kynja, en af mörgu er að taka.

Helga Dögg Sverrisdóttir er sjúkraliði og grunnskólakennari. Hún skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi við kosningar til Alþingis 30. nóvember.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00