Fara í efni
Umræðan

Ég hata fólksbílinn ...

Evrópska samgönguvikan

… bara alls ekki!

Svo virðist sem margir telji að baráttan fyrir bættum innviðum fyrir aðra samgöngumáta en fólksbílinn sé drifin áfram af hatri á fólksbílnum. Það er auðvitað ekki rétt.

Uppbygging innviða fyrir auknar hjólreiðar gerir einmitt þeim sem þurfa eða kjósa að nota fólksbílinn miklu léttara að ferðast um bæinn.

Samfélag sem býður upp á fjölbreytta ferðamáta er ekki bara umhverfis- og heilsuvænna, heldur sparast líka miklir fjármunir í fjárfestingum og rekstri gatnakerfisins, samgöngurnar verðar öruggari, mannlífið verður ríkara og allir njóta þess að geta ferðast um bæinn án þess að þurfa að hafa bílpróf eða aðgang að bíl.

Umræðan má alls ekki vera á þeim nótum að þetta séu einhverjir tveir hópar; annar sem elskar fólksbíla og hinn sem hatar þá.

Fólksbílar eru dýr lausn í alla staði fyrir mjög einfalda „þjónustu“; flytja fólk og hluti á milli staða. Bílarnir sjálfir eru settir saman úr yfir 30.000 hlutum sem eru búnir til úr stáli, áli, plasti, gúmmíi, gleri, magnesíum, kopar, leðri og svo framvegis. Það krefst ekki einungis auðlinda að búa til bílinn, hann þarf líka orku, stæði, skúr eða kjallara, götur, vegi, brýr og götuljós, og nútímabíllinn, sem gengur á rafmagni, þarf auk þess rafhlöðu og hleðslustöðvar.

Auðvitað á ekki að vera neinn þjónustumunur fyrir einstaklinga eftir því hvernig þeir kjósa að ferðast á milli stað. Þeir sem velja að reka ekki bíl, eða geta ekki gert það, eiga sama rétt á góðri samgönguþjónustu og þeir sem fara allra sinna ferða á bíl. Það má í raun spyrja; hver eru grunnrökin fyrir þessum mikla mun á gæðum á innviðum fyrir ólíka ferðamáta innanbæjar?

Breyttar ferðavenjur eru ekki aðför að einkabílnum. Þær eru frekar umhverfis-, heilsu-, öryggis- og jafnréttismál.

Guðmundur Haukur Sigurðarson er framkvæmdastjóri Vistorku

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15