Fara í efni
Umræðan

Eflum stafræna stjórnsýslu Akureyrarbæjar

Á undanförnum árum hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum hin stafræna innleiðing í svo mörgum þáttum hins daglega lífs. Á margan hátt hefur hún auðveldað líf okkar og boðið í leiðinni upp á nýjar leiðir til að eiga í samskiptum við sveitarfélög, ríkið og fleiri aðila.

Akureyrarbær hefur hafið þessa vegferð en betur má ef duga skal. Mikill hraði er á tækniþróun og mikilvægt að við leggjum jafnt og þétt áherslu á stafrænar lausnir. Áhersla okkar sjálfstæðismanna er sú að sveitarfélagið bæti enn frekar í innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu með það að markmiði að hraða þjónustu, auðvelda aðgengi að henni og einfalda. Með þessu væri það ekki háð opnunartíma fyrir íbúa sveitarfélagsins að ganga frá ýmsum málum heldur væri hægt að skila inn eyðublöðum, umsóknum og öðrum gögnum með rafrænum hætti á þeim tíma sem íbúum hentar best. Þannig einföldum við líf margra í samfélaginu, spörum tíma og mannafla og nýtum um leið fjármuni sveitarfélagsins betur, hröðum afgreiðslu mála, stuðlum að sveigjanlegri samskiptum og vinnutíma starfsmanna t.d. með auknum möguleika á fjarvinnu. Um leið eflum við samkeppnishæfni Akureyrarbæjar.

Með stafrænni stjórnsýslu aukum við möguleikana á birtingu upplýsinga með myndrænum hætti t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins um stöðu þess og hvar mál standa í kerfinu svo eitthvað sé nefnt. Tækifærin eru fjölmörg.

Með fræðslu og aðstoð er hægt að ná til hópa sem mögulega eiga erfiðara með að fóta sig í hinum stafræna heimi. Efla þarf kennslu í upplýsingatækni í grunnskólum sveitarfélagsins því með henni undirbúum við börnin okkar enn betur fyrir þau verkefni sem þau koma til með að takast á við þegar út í lífið er komið. Um leið eflum við lífsleikni grunnskólabarna.

Stafræn stjórnsýsla og einfaldari boðleiðir eru framtíðin og hana þarf að efla á Akureyri okkar allra.

Þórhallur Harðarson skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00