Dagbjört Pálsdóttir
Elsku hjartans Dagbjört Elín. Það er svo margt sem okkur langar að segja, en orðin bara vilja ekki koma. Þess vegna sækjum við í fjársjóð Páls langafa þíns sem orti.
Þú alheims drottinn,
sem öllu ræður,
ávallt að kvöldi þess ég bið.
Þú látir hætta að berjast bræður,
en bætir og göfgir mannkynið.
Svo ófrið í heimi loksins linni,
því lífið er allt í hendi þinni.
Hann orti einnig.
Hljóða nótt, ó, huggun ljá,
hjartans sorgum bægðu frá,
send þú öllum sálum fró,
svæfðu allt með helgri ró.
Stjarnanna leiftur ljóma,
lofsyngja Guð og róma
heyri ég hörpu óma
hásölum frá.
Elsku hjartans Dagbjört Elín takk fyrir öll árin, sem við fengum að njóta með þér. Megi allar góða vættir vaka yfir börnunum þínum og eiginmanni, og styrkja þau í sorginni.
Hvíl þú í Guðs friði
Mamma og pabbi