Fara í efni
Umræðan

Byggðavegi breytt í bílastæðagötu!

„Það er nú svo lítið notað,“ var sagt við mig á dögunum og ég varð orðlaus. Oddvitar bæjarins eru greinilega sömu skoðunar. Ný heilsugæslustöð skal reist á vestari hluta bílastæðisins við tjaldsvæðið á brekkunni sem gerir ekkert til því að bílastæðið þarna er svo lítið notað – að sögn.

Þeir menn sem tala í þessum dúr geta ekki einu sinni skýlt sér á bak við ferðahömlur kóvíd. Að þeir séu búnir að gleyma hvernig þetta var á meðan allt lék í lyndi og menn voru frjálsir ferða sinna. Snemma í vor – já, ég er að tala um vorið 2021 – gekk ég ítrekað um þetta bílastæði snemma morguns sem var þá svo troðið bílum að þeir flæddu upp á grasbletti í kring.

Akureyri lokkar og laðar, við skulum ekki gleyma því.

Hvað gerist nú þegar drjúgur hluti þessa bílastæðis við Icelandair hótelið hverfur samtímis því að Akureyringar munu leita þangað sem aldrei fyrr? Að þessu sinni sér til lækninga. Jú, Byggðavegur suður af mun breytast í bílastæðagötu. Og ef til vill einnig íbúðagötur í hinu þéttbyggða (og væntanlega háreista, hvað sem líður núverandi skipulagshugmyndum) tjaldbúðahverfi sem senn rís. Hver veit?

Hér er tvennt sem plagar og villir ráðamönnum sýn. Annað er hugsjónin um þéttingu byggðar sem er fyrir löngu komin út í hreinar öfgar. Væntanlega hefur þótt með öllu ótækt að taka af sjálfu tjaldsvæðinu undir heilsugæsluna sem hefði þá komið niður á íbúðafjölda. Hitt (og ekki með öllu ótengt) er að því miður virðast ráðamenn okkar líta bílastæði bæjarins svipuðum augum og borgarstjóri Reykjavíkur flugvöllinn í Vatnsmýri.

Með þökk fyrir birtinguna,

Jón Hjaltason er sagnfræðingur.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20