Mannlíf
Blómlegt í Garðinum hans Gústa
13.09.2022 kl. 02:30
Garðurinn hans Gústa, flóðlýstur í myrkri gærkvöldsins. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson
Glæsilegasti útikörfuboltavöllur landsins, Garðurinn hans Gústa á lóð Glerárskóla, hefur heldur betur slegið í gegn.
Völlurinn, sem formlega var vígður á dögunum, var gríðarlega mikið notaður strax frá byrjun og er enn; krakkar fjölmenna þangað í frímínútum og á hverju kvöldi eru þar körfuboltamenn á ýmsum aldrei að leik. Sparkvöllurinn við hliðina hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin og svo er að sjálfsögðu enn.
Garðurinn hans Gústa var reistur til minningar um Ágúst H. Guðmundsson, sigursælasta körfuboltaþjálfara í sögu Þórs, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Hann þjálfaði mest í íþróttahúsi Glerárskóla og vellinum var einmitt valinn staður aðeins steinsnar frá húsinu.
Þorgeir Baldursson tók þessar fallegu myndir í gær.