Fara í efni
Umræðan

Besta kjarabótin er lækkun vaxta

Formaður Lögreglusambandsins ritar áhugaverða grein á Vísi.is um daginn. Hann bendir á hið augljósa, menn eiga að getað lifa af launum sínum. Dagvinnulaunum. Álag á kvöld-helgar- næturvinnu og helgidaga telst ekki til grunnlauna. Það eru álagsgreiðslur fyrir óþægindin að vinna utan hefðbundin vinnutíma.

Lýðræðisflokkurinn hefur bent á í kynningum sínum að lækka beri vexti á húsnæðislánum til samræmis við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Það ber að taka alvarlega. Verðtryggingin er Þrándur í götu margra launþega, bæði í láglauna- og millistéttum. Ef verðtrygging hverfur og vextir lækka myndu laun lögreglumanna, og annarra stétta sem nú standa í kjarabaráttu, duga fyrir framfærslu. Kannski þyrfti ekki aðra kjarabót. Að minnsta kosti ætti að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs.

Rétt eins og hjá öðrum stéttum stefnir í flótta úr stétt lögreglumanna vegna launa sem duga ekki.

Hvað vill Lýðræðisflokkurinn í atvinnumálum

Það kemur skýrt fram í stefnu flokksins að hlúa beri að litlum og millistórum fyrirtækjum. Hér er um stórhuga einstaklinga að ræða sem hafa þrótt og áræðni til að reka eigið fyrirtæki og jafnvel veita öðrum atvinnu. Bændur eru þar ekki undanskildir. Í stefnu flokksins kemur skýrt fram   „…með það að markmiði að Ísland sé sjálfbært í matvælaframleiðslu. Standa ber vörð um íslenskan landbúnað, þ.m.t. framleiðslu á kjöti og grænmeti. Leysa ber íslenska bændur undan forsjárhyggju og miðstýringu. Stuðla ber að nýliðun í landbúnaði.“

Það þarf að hlúa að litlum fyrirtækjum og gæta þess að skattleggja þau ekki eins og um stór og hagnaðardrifin fyrirtæki sé að ræða. Starfsemi einyrkja getur verið viðkvæm fyrir skattahækkunum, alveg sama hvaða nafni hún nefnist.

Ertu ekki til í að kjósa nýtt fólk og leyfa því að sanna sig?

Helga Dögg Sverrisdóttir er sjúkraliði og kennari. Hún er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi við kosningarnar til Alþingis 30. nóvember.

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30