Fara í efni
Umræðan

Almenningssamgöngur við flugvelli

Ákvörðun ISAVIA um að rukka fyrir bílastæði á innanlandsvöllum gæti verið ágætt tækifæri til að taka upp stærra mál sem eru almenningssamgöngur við flugvelli á Íslandi.
 
Það er auðvitað yfirleitt þannig annars staðar að fólk þarf að borga fyrir bílastæði við flugvelli - bæði til að greiða fyrir kostnað af þeim og til að það verði ekki bílastæðaskortur vegna langtímalagningar.
 
EN: Það eru líka yfirleitt þannig að það séu greiðar almenningssamgöngur við flugvelli og RAUNVERULEGT VAL að koma á flugvöllinn á bíl eða skilja hann eftir heima.
 
Það er alveg nógu önugt á stöðum eins og Akureyri að strætó skuli ekki ganga út á flugvöll (ótrúlegt en satt), en alveg glatað fyrir þau sem koma lengra að og hreinlega verða að vera á bíl til að komast í flug og geyma hann einhver staðar þar til þau koma heim.
 
Væri ekki tilvalið að nota þetta tækifæri til að ræða heildstæðar almenningssamgöngur við alla flugvelli landsins?
 
Landsbyggðastrætóarnir ættu AUÐVITAÐ að tengja öll byggðarlög á áhrifasvæðum innanlandsvallanna í takt við flugáætlanir.
 
Það ætti líka AUÐVITAÐ að vera strætó sem gengur milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
 
Þegar þetta væri komið í lag væri miklu minna mál að þau sem kjósa að fara á einkabíl á flugvöllinn greiði fyrir það, ekki satt?
 

Þóroddur Bjarnason er prófessor. Greinin birtist fyrst í Facebook hópnum Umræður um byggðaþróun

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00