Fara í efni
Umræðan

Af hverju eru deilur um skipulagsmál á Akureyri?

Eins og margoft hefur komið fram þá eru deilur um skipulagsmál á Akureyri og er sá málaflokkur sem hefur skorað lægst í könnunum á áranna rás. Skipulagsmál eru oft deiluefni í sveitarfélögum og sá málaflokkur sem flestir láta sig varða. Árið 2022 var könnun á vegum Gallup þar sem spurt var um hina ýmsu málaflokka. Í stuttu máli var niðurstaðan þessi.

Gallup kannar árlega viðhorf íbúa tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þjónustu. Samkvæmt niðurstöðum sem birtust á vef Akureyrarbæjar er mikill meirihluti bæjarbúa frekar eða mjög ánægður með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Skipulagsmál eru bæjarbúum oft mikið þrætuepli og svo virðist sem Akureyringar séu ósáttir við hvernig haldið er á málum. Aðeins 25 prósent svarenda sögðust vera frekar eða mjög ánægðir með skipulagsmál í bænum. (akureyri.net)

„Allir muna þegar skipulagsráð afhenti verktakafyrirtæki leyfi til að koma með tillögu um háhýsi á Oddeyri í bakgarði Gránufélagshúsanna ... “

Af hverju ætli þetta sé og bæjarbúar svona ókátir með skipulagsmálin? Ef skoðað er hvað það er sem leiðir til ókæti bæjarbúa? Á síðustu árum hafa komið fram mál sem meirihluti bæjarstjórnar hefur reynt að koma á dagskrá sem hafa orðið umdeild. Flest þeirra hafa einkennst af virðingarleysi við menningu og byggðir gömlu Akureyrar sem flest sveitarfélög vilja varðveirta og vernda. Skipulagsyfirvöldum hér í bæ virðast séstaklega mislagðar hendur þegar kemur að þeim málum.

Ég vil nefna nokkur þeirra, ekki aðeins er virðingarleysi við sögu og minjar heldur gjarnan úr öllum takti við nánasta umhverfi. Þegar svona er soðið saman í tillögu er ekki undarlegt að mörgum blöskri. Skilningur of margra fulltrúa í skipulagsráði er lítill sem enginn hvað þetta varðar.

Ég vil nefna nokkur umdeild mál sem fram hafa komið á allra síðustu árum.

Allir muna þegar skipulagsráð afhenti verktakafyrirtæki leyfi til að koma með tillögu um háhýsi á Oddeyri í bakgarði Gránufélagshúsanna og hæð þess húss var úr öllu samhengi við lágreista byggð á Eyrinni. Það mál náðu íbúar að hrekja af dagskrá í atkvæðagreiðslu þar sem málið kolféll.

„ ... tillaga um háhýsi í Spítalabrekkunni þar sem þar sem gert var ráð fyrir húsum úr öllum takti á þessum stað og auk þess átti að ryðja á brott sögulegum minjum um rekstur sjúkrahúss á Akureyri.“

Næst kom fram tillaga um háhýsi í Spítalabrekkunni þar sem þar sem gert var ráð fyrir húsum úr öllum takti á þessum stað og auk þess átti að ryðja á brott sögulegum minjum um rekstur sjúkrahúss á Akureyri. Skipulagsráð gerði eins og áður á Oddeyri, afhenti verktaka veiðileyfi á svæðið og bauð honum kosti sem áður hafði verið hafnað á þessum stað. Það mál virðist enn í vinnslu í Geislagötunni og væntanlega kemur fram stjórnsýslukæra þegar og ef þessi tillaga birtist.

Næst á dagskrá er að skipulagsráð vill rífa einn af sögustöðum bæjarins, gamla býlið að Lundi sem byggt var 1925. Í stað þess á að reisa þar tvö 6 hæða hús sem er ekki í neinu samræmi við núverandi byggð á þessu svæði. Arfur Akureyrrabæjar hefur þegar ályktað gegn þessari tillögu með rökum. 

https://www.akureyri.net/is/frettir/mikil-vonbrigdi-ad-rifa-eigi-lund

„ ... skipulagsráð vill rífa einn af sögustöðum bæjarins, gamla býlið að Lundi sem byggt var 1925.“

Árið 2022 birtist grein undir nafninu Gætum að sögulegum minjum Akureyrar 

https://www.akureyri.net/is/umraedan/gaetum-ad-sogulegum-minjum-akureyrar

Mjög góð og upplýsandi grein sem hefði kannski átt að verða bæjaryfirvöldum í bænum vakning til að hugsa málin frá öðru sjónarhorni en venjulega en því miður bendir ekkert til þess og enn er vaðið áfram án hugsunar í þá átt. Ég gæti haldið áfram og talið upp fleiri mál í þessum dúr en læt staðar numið hvað þetta varðar. En það má alltaf vona að að þeir sem hlut eiga að máli áttti sig á hvaða ógæfuferðalagi þeir eru þegar kemur að menningarminjum og sögu.

En svo það aðgerðarleysið sem bítur á öðrum vígstöðvum.

Fulltrúar þriggja flokka í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar gagnrýna meirihlutann fyrir framtaksleysi við undirbúning uppbyggingar á svæði Akureyrarvallar. Á fundi bæjarstjórnar fór fram umræða um framtíðarskipulag vallarsvæðisins að ósk Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

https://www.akureyri.net/is/frettir/gagnryna-framtaksleysi-glerargata-i-stokk

Ársgömul grein og enginn sjáanleg viðbrögð. Sannarlega er ég svolítið hræddur við að þessi meirihluti fari í framkvæmdir á þessu svæði því sannarlega þarf að vanda sig á þessu svæði og þarf að tryggja það að svæðið fái skynsamlegar tengingar í báðar áttir, til suðurs í átt að gamla Miðbænum og til norðurs í átt að Glerártorgi. Treystum við þessum meirihluta í þetta verk? Ég veit það ekki. 

Rétt í lokin langar mig að minnast á broslega hugmynd sem meirihluti skipulagsráð hefur tekið jákvætt í, hugmynd um fjölbýlishús á umferðareyju við Norðurtorg, hugmynd sem kallar á aðalskipulagsbreytingu og er satt að segja furðuleg og alls ekki samkvæmt þeim kröfum sem gera þarf til íbúabyggðar. Drög að fjölbýlishúsi

Að lokum má nefna að það er kannski ekki undarlegt að vinnubrögð skipulagsráðs kalli fram neikvæð viðbrögð, þau eru ekki vönduð, lýsa litilli virðingu fyrir menningarminjum og auk þess illa unnar sumar hverjar og eiginlega furðulegar í mörgum tilfellum.

Það verður seint sátt um tillögur ráðsins ef ekki er vandað betur til verka og unnið betur með bæjarbúum.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00