Fara í efni
Umræðan

Að rífa eða rífa ekki, það er spurningin

Umræða um verndun húsa, gatna og hverfa hefur verið hávær síðustu ár. Fyrr á árum þótti ekki tiltökumál að rífa eða flytja gömul hús. Oft voru þar að verki verktakar sem keyptu hús, rifu þau og byggðu nútímalega steinkassa. Stundum voru það bæjarfélög sem léku þann leik að kaupa hús á slikk og hýsa þar skjólstæðinga bæjarins, og létu allt sem kalla mætti viðhald og umhyggju eiga sig. Fyrir stuttu skrifaði ég lítinn pistil á akureyri.net þar sem ég gerði þrjú hús að umræðuefni. Í framhaldi af því, þó vafalaust tilviljun, blossaði upp umræða um tvö þeirra Strandgötu 17 og 27.

Þessi tvö hús eru friðuð vegna aldurs og annað þeirra nr. 27 telst næst elsta hús á Oddeyri. Bæði hafa þau drabbast niður vegna viðhaldsleysis sem er er auðvitað ámælisvert, sérstaklega nr. 17 sem hefur lengi verið í eigu bæjarins. Nú hefur bærinn auglýst húsið með þeim kvöðum að endurbyggja ætti það í upprunalegri mynd. Það var auglýst sem tæplega 200 fermetra hús en mér er til efs að þá nái 100 fm eftir endurbyggingu.

Auk þess eru hafnar deilur og virðist sem Akureyrarbær hafi náð að að stýra málinu í öngstræti. Fasteignasalar hafa gert alvarlegar athugasemdir við hvernig að auglýsingu var staðið.

Hvað varðar Strandgötu 27 liggur fyrir tillaga hjá Skipulagsráði að húsið skuli rifið og byggt stærra og allt öðruvísi hús í staðinn. Minjastofnun er málið til umfjöllunar. Þetta er alþýðuhús og hluti af heildarmynd elstu götu á Oddeyri. Það þarf að hugsa alla leið.

Á Akureyri hafa orðið mörg slys þar sem merk hús voru rifin og byggt nýtt í staðinn, af allt öðrum toga. Eitt þeirra var Strandgata 29 sem bærinn átti og klúðraði.

Hvort við höfum lært eitthvað af því á eftir að koma í ljós. Minjastofnun hafnaði erindi í fyrra þar sem flytja átti gömlu Sóttvörn af lóð við Tónatröð sem var gott mál. Hvort Skipulagsráð heimilar að drekkja því húsi með að byggja háhýsi allt um kring sem er í sjálfu sér sami gjörningur og rífa það. Vona að svo fari ekki en óttast þjónkun við verktaka.

Ég get ekki annað en biðlað til þeirra sem með þessi mál hjá Akureyrarbæ að vanda sig og hugsa um annað er hagsmuni gróðamanna sem eru þeirra erinda að hagnast fyrir sjálfa sig og taka lítið sem ekkert tillit til hagsmuna Akureyrar og þeirrar menningar og sögu sem varðveitt er í gömlum húsum og götum.

Það er nóg komið af klúðri og slysum hér í bæ.

Mál að linni.

Jón Ingi Cæsarsson er Eyrarpúki.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15