Fara í efni
Minningargreinar

Eiríkur Bjarnar Stefánsson

Takk, Eiríkur.

Söngurinn er þagnaður; bassaröddin mikla sem fyrst snart eyru mín í Reynivöllum 4 lifir hins vegar í minningunni. Ekki síður lúmskur húmorinn og glettnin í augunum.

Ógleymanlegar eru líka ferðir tveggja ungra sjómanna sem munstraðir voru á Sæþór, trillu Eiríks Stefánssonar, og mokveiddu eftir að haldið var út á hið mikla haf; fáeinar mínútur undan gömlu smábátadokkinni við Slippstöðina.

Eiríkur var röggsamur maður og fylginn sér, forsjáll og úrræðagóður. Skipulag alla tíð til fyrirmyndar og dagsverkinu langa lauk í raun með því að skipuleggja í þaula athöfn dagsins – eigin útför.

Fríða mín tekur nú á móti honum með brosið sitt blíða. Afhendir Eiríki jafnvel tandurhreinan, vandlega straujaðan og snyrtilega samanbrotinn tóbaksklút!

Eiríkur heldur til stofu og hefur upp raust sína svo undir tekur í himnaríki en Fríða sönglar frammi í eldhúsi. Er þetta píanóleikur sem ómar innan úr stofu? Gerða heitin án efa sest við hljóðfærið undir austurveggnum.

Þakklæti er mér efst í huga á þessum óumflýjanlegu tímamótum. Fyrir vináttu og væntumþykju hjónanna Eiríks og Hólmfríðar en eitt þó öllu öðru fremur; fyrir þá gjöf sem er yngsta barn þeirra. Reynir Bjarnar er besti og traustasti vinur minn, hefur verið allar götur síðan við stóðum vart upp úr gúmmískónum og reynst mér ómetanlegur í lífsins ólgusjó. Reyni og öðrum ástvinum Eiríks votta ég innilega samúð.

Ég lúti höfði og segi hinsta sinni: Takk, Eiríkur. Þú skilar góðri kveðju.

Skapti Hallgrímsson

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00