Fara í efni
Minningargreinar

Aðalgeir Aðalsteinsson – lífshlaupið

Aðalgeir Aðalsteinsson, fæddist þann 28. júní 1934 á Stóru-Laugum í Reykjadal,  S-Þing. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Jakobsdóttir f. í Hólum 11. september 1900, d. 20. desember 1967 og Aðalsteinn Aðalgeirsson, f. á Stóru-Laugum 18. maí 1899, d. 18. desember 1979.

Fjögurra ára gamall fluttist Aðalgeir með foreldrum sínum í nýbýlið Laugavelli, byggt 1938 á jörð Stóru-Lauga. Þar ólst hann upp ásamt þremur systrum sínum, a) Þuríði f. 14. október 1931, d. 8. október 1990. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Björgvin Sigurgeir Haraldsson  myndlistarmaður,  b) Halldóru f. 2. apríl 1938. d. 18. sept. 2006,  c) Hólmfríði f. 21. apríl 1942, d. 21. des. 2022. Hennar maður var Skúli Þorsteinsson, kennari og bóndi f. 3. ág. 1936 d. 25. janúar 2020.

Aðalgeir bjó á Laugavöllum til 25. júní 1961 og sinnti þar öllum hefðbundnum bústörfum. Hann stundaði nám við Laugaskóla 1949 – 1952 þaðan sem hann lauk landsprófi og gagnfræðaprófi. Aðalgeir sótti nám í orgelleik við Söngskóla þjóðkirkjunnar 1955 og lauk prófi frá Kennaraskólanum árið 1968 og starfaði sem kennari í 42 ár, lengst af við Oddeyrarskólann á Akureyri eða frá 1968 til 2001. Þar áður kenndi hann við Hrafnagilsskóla, Barnaskóla Akureyrar, í  Ásgarði í Kjós og Reykdælaskólahéraði.

Þann 30. desember 1961 giftist Aðalgeir Grétu Sigurðardóttur f. 2. nóv. 1933, d. 4 sept. 1997. Þau bjuggu í Brekkugötu 39, Akureyri. Dætur þeirra eru a) Sigrún f. 18. maí 1960, framhaldsskólakennari, gift Þorsteini G. Gunnarssyni blaðamanni og upplýsingafulltrúa, b) Helga f. 30. des 1964, garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt, gift Óskari Inga Sigurðssyni, rafmagnsiðnfræðingi og framhaldsskólakennara. Synir þeirra eru Sindri Geir, Almar Smári og Bergur Ingi, c) Kristín f. 5. maí  1970 barnfóstra í Tucson í Arizona í Bandaríkjunum. Sambýlismaður hennar er Sudeepto  Chakraborty doktor í rafmagnsverkfræði. Synir hennar eru Aron Daníel og Ian Thor.

Aðalgeir tók alla tíð virkan þátt í félagslífi. Hann var í Ungmennafélaginu Eflingu og nokkur ár í stjórn félagsins og var fulltrúi þess hjá Héraðssambandi Suður Þingeyinga.

Tónlistin var eitt aðal áhugamál Aðalgeirs en hann var virkur félagi í karlakórum í 56 ár. Frá 15 ára aldri söng hann í kirkjukór  Einarsstaðakirkju og lék einnig á orgel kirkjunnar við messur. Hann söng með Karlakór Reykdæla frá 15 ára aldri og þar til hann flutti til Akureyrar. Með Karlakór Kjósverja söng hann í tvo vetur en lengst af söng hann með karlakórum á Akureyri. Hann var í Karlakór Akureyrar frá 1961 – 1990 og síðan í Karlakór Akureyrar-Geysi til ársins 2010. Með fram söngnum gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir kórana og sat í stjórn Tónlistarskóla Akureyrar í fjórtán ár frá 1972 til 1986.

Árið 1998 hóf hann sambúð með Kristínu Klöru Ólafsdóttur f. 15. apríl 1936. Kristín lést 31. október 2016.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00