Fara í efni
Menning

Söguganga í dag um Fjöruna og Innbæinn

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hvar byrjar Akureyri? Við Berlín? Hvers vegna heita elstu bæjarhlutarnir Fjaran og Innbærinn? Hvað er með öll þessi dönsku heiti á húsunum?

Þessum spurningum og mörgum fleirum verður svarað í gönguferð Minjasafnsins á Akureyri um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri í dag, fimmtudag. Gengið verður af stað klukkan 14.00 frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.

Húsin og umhverfið í elsta bæjarhluta Akureyrar geymir margar sögur sem Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, miðlar í sögugöngunni.

„Eftir gönguna er tilvalið að koma við á Minjasafninu á Akureyri og líta við á sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn, Tónlistarbærinn Akureyri nú eða Nonnahúsi,“ segir á vef safnsins. Gangan er létt og hentar öllum, segir þar. „Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir – nema hvað!“