Menning
Minjasafnið fær 6,1 milljón úr safnasjóði
23.01.2024 kl. 16:20
Ljósmynd sem Anna Schiöth tók á köldum sumardegi á Akureyri - 28. ágúst árið 1882.
Minjasafnið á Akureyri hefur hlotið 6,1 milljón króna í styrk úr safnasjóði vegna verkefna sem unnið verður að á næstu mánuðum.
- Sýning á ljósmyndum Önnu Schiöth – 2,2 milljónir.
- Skráning sérsafna - Nonnahús og Íslandskortasafn – 2,2 milljónir
- Tuskur og aðrir ræflar - forvarsla textílgripa – 1,7 milljónir
Fram undan er til dæmis rannsóknarvinna vegna mynda Önnu Schiöth. Hún lærði ljósmyndun í Danmörku veturinn 1877 - 1878, var einn fyrsti kvenljósmyndari á Íslandi og rak ljósmyndastofu á Akureyri samfellt í 20 ár. Haldin verður sýning á myndum þessa merka ljósmyndara (1846 - 1921) í Minjasafninu innan nokkurra missera.