Menning
Er MA fjársjóðskista af hæfileikaríku fólki?
15.03.2024 kl. 09:09
Uppsetning Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á Gosa, sem sýnt er í Hofi, er gríðarlega vel heppnuð að mati Rakelar Hinriksdóttur, blaðamanns Akureyri.net.
„Ég segi það einfaldlega strax, að ég var heilluð af verkinu hjá LMA. Mér leið eins og í atvinnuleikhúsi, en ekki sýningu hjá nemendum í menntaskóla sem þurfa líka að sinna krefjandi námi og öllu öðru sem fylgir því að vera unglingur á sama tíma og þau töfra fram glæsilega leiksýningu. Nú rennur upp síðasta sýningarhelgin, og ég mæli heilshugar með því að nýta tækifærið,“ segir hún í pistli sem birtist í morgun.
Tvær síðustu sýningarnar verða á sunnudaginn, klukkan 13.00 og 17.00.
Smellið hér til að lesa pistil Rakelar