Fara í efni
Menning

Áramótabrenna og opið í Skógarböðunum

Skógarböðin bjóða upp á þá skemmtilegu nýbreytni á morgun að tendrað verður í áramótabrennu klukkan 21.00 annað kvöld.
 
Brennan verður á tanganum við Eyjafjarðarbraut eystri, fyrir neðan Skógarböðin, eins og sjá má á myndunum. Í tilkynningu segir að áramótagleðin verði sannarlega við völd og hægt verði að leggja bílum bæði á planinu við Skógarböðin og á planinu þar sem ráðgert er að byggja hótel í tengslum við böðin.
 

Við hvetjum þau sem leggja á planinu við Skógarböðin til að labba stíginn fyrir neðan böðin til þess að þurfa ekki að labba meðfram þjóðveginum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, förum varlega og njótum áramótanna saman,“ segir í tilkynningunni.

Vert er að geta þess að Skógarböðin verða opin framyfir miðnætti annað kvöld þannig að þeir sem vilja getað fagnað nýja árinu þar. Að sögn Kjartans Sigurðssonar hafa nú þegar margir bókað sig í böðin annað kvöld og fleiri sýnt því mikinn áhuga að vera þar á miðhætti. Hann segir bæði um að ræða heimamenn og erlenda gesti.

Flugvél breska flugfélagsins easyJet kom til Akureyrar frá London í morgun eins og venjulega á laugardögum þannig að gera má ráð fyrir að einhverjir úr hópi ferðalanganna sem þá komu hingað norður í dýrðina verji áramótunum ofan í böðunum vinsælu.