Fara í efni
Mannlíf

„Víkingar“ í sólinni, tollurinn og Toblerone

Pétur Guðjónsson hefur birt 16. hlaðvarpsþáttinn í röðinni Það er alltaf þriðjudagur. Þættirnir koma út vikulega í samstarfi við Akureyri.net sem birtir útdrátt úr þætti vikunnar og slóð inn á Spotify.

Í þessari viku er Pétur nýkominn úr ferðalagi frá Ítalíu, situr við gluggann með haustlægðina í bakgrunni og ræðir um ferðalög okkar Íslendinga síðustu 50 ár. Hvernig við hegðum okkur í dag í samanburði við til dæmis fyrir 50 árum þegar farið var á sólarströnd? Einu sinni voru myndaalbúm skoðuð hjá ferðalöngum sem farið höfðu í sólarlandaferð, tollurinn og Toblerone yfir ferðasögunni en núna, kemur hún samstundis á samfélagsmiðlum.

Einnig talar Pétur um að honum þyki hálfgerð rómantík yfir sögnum af ferðum Íslendinga til Spánar 19 hundruð 70-og eitthvað, þegar ferðalangar voru eins og íslenskir víkingar í ránsferð, sem í því tilfellinu var ódýrt áfengi.

Margt hefur því breyst og þá er ástæða til að spyrja; hvernig verður þetta eftir 40 ár? Mun allt breytast jafn mikið varðandi ferðalög eins og það hefur gert á síðustu 40 árum?

Eina fullyrðingin varðandi ferðalög sem sett er fram í þættinum er: Heima er alltaf best!

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.