Er draugamenning til á Íslandi?
Nýr hlaðvarpspistill Péturs Guðjónssonar í röðinni Það er alltaf þriðjudagur, sá 21. í röðinni, var birtur í morgun eins og hefð er orðin fyrir á þessum fallega vikudegi. Lesendur Akureyri.net þekkja vel til þáttanna enda birtist hér útdráttur í hvert skipti og slóð á þáttinn.
Í þætti dagsins skoðar Pétur draugamenningu á Íslandi. „Er hún til?“ spyr hann. Vitnað er í gamlar heimildir um störf Láru miðils, sem staðin var að svindli þegar hún hélt skyggnilýsingafundi.
„Við heyrum frásögn konu sem bjó í húsi með miklum reimleikum og heyrum hvernig undarleg hegðun kattarins hans Péturs og óútskýranleg hljóð áttu sér stað við gerð þáttarins.“
„Engar fullyrðingar eru um tilvist drauganna, því það hefur hvers sína trú á því,“ segir Pétur.
Smellið hér til að hlusta á þáttinn.