Fara í efni
Mannlíf

Unnur skoraði níu og KA/Þór vann Víking

Unnur Ómarsdóttir í bikarleiknum gegn Stjörnunni fyrr í vikunni. Unnur skoraði nær helming marga KA/Þórs í sigrinum á Víkingi í dag, níu af 19. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór vann Víking í 7. umferð næstefstu deildar kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, í dag og náði aftur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Unnur Ómarsdóttir var langmarkahæst í liði KA/Þórs, skoraði níu mörk. 

Leikurinn í dag var jafn og spennandi allan tímann, en góður endasprettur KA/Þórs skilaði að lokum fjögurra marka sigri. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleiknum, en lítið skorað. KA/Þór hafði eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn, 8-7. Áfram var jafnt í seinni hálfleiknum. KA/Þór þó með frumkvæðið, en Víkingar náðu fjórum sinnum að jafna. Staðan var 14-14 þegar tæpar tíu mínútur voru eftir, en á lokakaflanum skoraði KA/Þór fjögur mörk gegn einu og vann að lokum, 19-15.

Víkingur

Mörk: Ivana Jonna Meincke 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 11 (36,7%).
Refsimínútur: 4.

KA/Þór

Mörk: Unnur Ómarsdóttir 9, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Susanne Pettersen 1.
Varin skot: 11 (42,3%), Matea Lonac 10, Sif Hallgrímsdóttir 1.
Refsimínútur: 0.

Með sigrinum í dag er KA/Þór aftur með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar, 13 stig úr sjö leikjum. HK og Afturelding unnu bæði sína leiki í dag og í gær og eru bæði með 11 stig. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni fimmtudaginn 14. nóvember, sem verður þá fjórði leikur liðsins á 11 dögum