Fara í efni
Mannlíf

Þriðjudagur og Pétur leitar hamingjunnar

Fimmti þáttur af hlaðvarpi Péturs Guðjónssonar, Það er alltaf þriðjudagur, er kominn út. Þættirnir, pistlar í hlaðvarpsformi, koma alla þriðjudaga á streymisveitur og Akureyri.net birtir þá útdrátt úr þætti vikunnar.

Í þætti vikunnar er Pétur í hamingjuleit og reynir að leysa gátuna um það af hverju lífið er jafn flókið nú til dags og raun ber vitni.

Vangavelturnar koma út frá því ástandi hans, að detta út af vinnumarkaði vegna andlegra veikinda. En í tilvitnun í Echart Tolle segir að öll okkar vandamál séu bara blekking hugans. Ætti þá málið ekki að vera leyst bara? spyr Pétur. Ef vandamálin eru hugarástand ætti hamingjan þá ekki að vera það líka?

Pétur veltir við ýmsum steinum. Stóra gátan um hamingjuna leysist ekki í þættinum, segir hann, en ljóst er að núið er snúið. Og samanburðamenning er klárlega ekki að hjálpa nútímamanneskjunni.

Smellið hér til að hlusta.