Fara í efni
Mannlíf

Þórsvöfflur með rjóma og rjúkandi súkkulaði

Formenn íþróttafélagsins Þórs, núverandi og fyrrverandi, hafa tekið saman höndum og ætla að bjóða öllum félagsmönnum upp á rjómavöfflur og rjúkandi heitt súkkulaði í aðdraganda jóla, eins og þeir hafa gert síðustu ár.

Nói Björnsson, núverandi formaður, og Sigfús Ólafur Helgason ríða á vaðið og verða við vöfflujárnið í fyrramálið frá klukkan 9.00 til 11.30. Í tilkynningu eru allir boðnir velkomnir og hvattir til að að koma í félagsheimilið Hamar.