Fara í efni
Mannlíf

Skemmtimót fyrir konur í tilefni bleiks október

Frá skemmtimóti píludeildar Þórs

Píludeild Þórs heldur skemmtimót fyrir konur í kvöld, föstudagskvöld, í aðstöðu deildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Mótið hefst kl 19.30 og aðstaðan verður opnuð kl. 18.30.

Mótið er haldið í tilefni bleiks október, árlegs árvekni- og fjáröflunarmánaðar Krabbameinsfélagsins. Allur ágóði mótsins rennur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Sambærilegt mót var haldið fyrir ári síðan og þá mættu 50 konur og skemmtu sér konunglega, að því er segir í tilkynningu frá píludeild Þórs.

Í tilkynningunni segir:

Spilaður verður tvímenningur, tvær saman í liði. Keppt verður í riðlakeppni og svo útslætti.

  • Vegleg verðlaun fyrir sigurvegara ásamt útdráttarverðlaunum. Léttar bleikar veitingar verða í boði fyrir keppendur.
  • Þátttökugjald er 1.500 kr á mann og greiðist við komu.
  • Skráning er í fullum gangi hér.
  • Hægt er svo að fylgjast með skráningu hér.
  • Lánspílur á staðnum fyrir þær sem vilja og sjálfteljandi píluspjöld!