Pétur og sérstakt fólk á enn einum þriðjudegi
Það er alltaf þriðjudagur, eru þættir í pistlaformi sem koma alla þriðjudaga á streymisveitur og Akureyri.net birtir þá útdrátt úr þætti vikunnar. Pétur Guðjónsson hefur umsjón með þáttunum og nú er sá sjöundi kominn út.
Í þættinum veltir Pétur fyrir sér hvað það er að vera sérstakur.
„Að vera sérstakur hefur ákveðna merkingu í samfélaginu og ég ætla að fullyrða að það er oftast sett á það merkingin að vera pínu skrítinn,“ segir Pétur og bætir við að með þessu sé hægt að draga þá ályktun að við getum talist skrítin ef við tökum ekki þátt í hjarðhegðun.
Einnig eru staðalímyndir skoðaðar í þættinum, eins og til dæmis varðandi karla-og kvennastörf en líka varðandi vinnutíma. Svo tekur Pétur dæmi frá eigin gildum, sem eru samt mögulega ekki að vera sérstakur, heldur sérvitur, eins og hann orðar það.
Smellið hér til að hlusta á þátt dagsins.