Fara í efni
Mannlíf

Pétur á þriðjudegi: Nútíminn er trunta

Nýr þáttur í hlaðvarpsröð Péturs Guðjónssonar, Það er alltaf þriðjudagur, er kominn út. Þetta er 10. þátturinn þar sem Pétur talar við hlustendur um eitt og annað í hversdagsleikanum.

Þættirnir koma á streymisveitur á þriðjudögum og Akureyri.net birtir útdrátt úr þætti dagsins og slóðina þangað sem hægt er að hlusta.

Að þessu sinni veltir Pétur fyrir sér hvernig er best að fanga núið. Var lífið betra fyrir 30 til 40 árum þegar við gengum hægar og gátum bara beðið eftir póstkorti frá útlöndum í marga daga og þá var ekkert DHL? Erum við orðin of kröfuhörð? 

Er nútíminn meiri trunta í dag en áður? Eru samfélagsmiðlar og símarnir að gera okkur brjáluð þar sem einkalífið er farið út um gluggann?

Eða erum við miklu betur upplýst í dag sem verður til þess að vandamálin koma frekar upp á yfirborðið í stað þess að sigla undir eins og kafbátar í kvalarfullri þögn?

Pétur tekur fram að hann leysi ekki neina lífsgátu frekar en fyrri daginn heldur dragi fram nokkur sjónarhorn.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér