Fara í efni
Mannlíf

Pétur á þriðjudegi: Að vera eða ekki vera

Nýr þáttur í hlaðvarpsröð Péturs Guðjónssonar, Það er alltaf þriðjudagur, er kominn út, sá níundi í röðinni. 

Þættirnir koma á streymisveitur á þriðjudögum og Akureyri.net birtir útdrátt úr þætti dagsins og slóðina þangað sem hægt er að hlusta.

Í þessari viku fjallar Pétur um það að vera eitthvað. Hvað er að vera eitthvað? 

Er það frægð og frami, peningar eða að ná akkúrat þeim markmiðum sem þú ætlaðir?

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þetta eru algengar spurningar og í setningunni er talað um að verða … og viljum við ekki öll vera eitthvað?

„Við erum öll eitthvað og enginn er merkilegri en annar, þó svo lífið beri mann oft eitthvert annað en til stóð,“ segir Pétur í þriðjudagshugleiðingum vikunnar.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn