Mannlíf
Öryggið sett á oddinn í Húna sem fyrr

Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson
Húnavinir héldu björgunaræfingu um borð í bátnum á dögunum, svo og í sjónum vitaskuld. Öryggið er vitaskuld sett á oddinn í Húna II eins og öðrum íslenskum skipum. Björgunaræfingin fór fram í blíðskaparveðri og gekk allt að óskum að sögn. Þorgeir Baldursson fylgdist með æfingunni vopnaður myndavél.