Fara í efni
Mannlíf

Frá öngli í maga um borð í Húna í 18. skipti

Myndir: Þorgeir Baldursson

Verkefnið Frá öngli í maga er hafið enn á ný um borð í Húna II; þetta er 18. árið sem Húnamenn bjóða nemendum 6. bekkjar grunnskóla við Eyjafjörð í veiði- og fræðsluferð. Það voru nemendur úr Síðuskóla á Akureyri sem riðu á vaðið í gær og fóru fyrstu ferð skólaársins.

Frá öngli í maga er samstarfsverkefni Hollvina Húna II, Akureyrarbæjar, Samherja og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Í sjóferð gærdagsins var rennt fyrir fisk, vel aflaðist, og að lokinni fræðslu um veiðibúnað, bát­inn og mikilvægi fisks í mataræði fólks var afl­inn flakaður, grillaður og snædd­ur – þorskur, ýsa og steinbítur. Höfðu krakkarnir augljóslega gaman af.

Mark­miðið með verkefninu er að auka áhuga og skiln­ing barnanna á líf­ríki hafs­ins, sjó­mennsku og holl­ustu sjáv­ar­fangs. 

Þorgeir Baldursson var með í för í gær og tók meðfylgjandi myndir.