Fara í efni
Mannlíf

Menning í hávegum á 159 ára afmælinu

Frá Akureyrvöku fyrir nokkrum árum. Henni var aflýst í ár en afmæli Akureyrar verður þó fagnað með ýmsum viðburðum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Næstkomandi sunnudag, 29. ágúst, er 159 ára afmæli Akureyrarbæjar og verður því fagnað með ýmsu móti um helgina. Venjan hefur verið að halda Akureyrarvöku sem næst afmælinu en vegna kórónuveirufaraldursins hefur henni verið aflýst. Þeir viðburðir sem verða á dagskrá helgina 27. til 29. ágúst í tilefni afmælis sveitarfélagsins lúta ströngum samkomutakmörkunum og verður sóttvarna að sjálfsögðu gætt í hvívetna, segir í tilkynningu frá bænum.

Myndlist, tónlist og ljósasýningar skipa háan sess um helgina og má þar nefna að efnt verður til sönglagatónleika með þátttöku sundlaugargesta í Sundlaug Akureyrar á föstudeginum og þrennir tónleikar verða haldnir á veitingastaðnum Barr í Hofi þar sem koma fram Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Ösp og Örn Eldjárn, Tríó Akureyrar og fleira tónlistarfólk. Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. ágúst. Þar er annars vegar um að ræða sýningu Heklu Bjartar Helgadóttur og hins vegar sýningu á útilistaverki eftir Ragnar Kjartansson.

Ekki má heldur gleyma „Ljósunum í bænum“ þar sem valin hús verða lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.

Að neðan er dagskrá helgarinnar en nánari upplýsingar er að finna hér

Föstudagurinn 27. ágúst

Kl. 17.00–19.00: Sundlaug Akureyrar
Syngjum í sundi – afmælistónleikar með þátttöku sundlaugargesta
Hljómsveitin Súlur

Kl. 17.00–18.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – blús- og djassstandardar
Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein og Halldór Gunnlaugur

Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum

Laugardagurinn 28. ágúst

Kl. 12.00–13.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – frumsamið efni og hugljúf íslensk dægurlög
Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn

Kl. 12.00–23.00: Listasafnið á Akureyri
Villiljóð – Opnun
Hekla Björt Helgadóttir
Undirheimar Akureyrar – Opnun
Ragnar Kjartansson

Kl. 13.00–16.00: Aðalstræti 6
Markaður Lionsklúbbsins Ylfu

Kl. 14.00–14.15: Sundlaug Akureyrar
Dansandi rómantísk akróbatík
Tinna Sif og Jacob Wood

Kl. 14.00–21.00: Portið milli Rub23 og Pennans Eymundsson
Verk Margeirs Dire Sigurðssonar endurgert
Örn Tönsberg og Finnur Fjölnisson

Kl. 15.00: Listasafnið á Akureyri
Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni

Kl. 15.30–18.30: Sundlaug Akureyrar
Plötusnúður á bakkanum
DJ Glódís

Kl. 17.00–18.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – íslensk og erlend dægurlög
Tríó Akureyrar - Valmar Väljaots, Jón Þorsteinn Reynisson og Erla Dóra Vogler

Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum

Sunnudagurinn 29. ágúst

Kl. 9.00–11.00: Sundlaug Akureyrar
Morgundjass
Gítardúóið BabyBop - Dimitrios Theodoropoulos og Jóel Örn Óskarsson

Kl. 11.00-12.00: Listasafnið á Akureyri
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró

Kl. 14.00–15.30: Sundlaug Akureyrar
Tónleikar á bakkanum
Hljómsveit Ara Orra og Dream the Name

Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum