Fara í efni
Mannlíf

Mannlíf og moskítófluga við Como vatn á Ítalíu

Pétur Guðjónsson hefur birt 15. hlaðvarpsþáttinn í röðinni Það er alltaf þriðjudagur. Þættirnir koma út vikulega í samstarfi við Akureyri.net sem birtir útdrátt úr þætti vikunnar og slóð inn á Spotify.

Í þessari viku sendir Pétur þáttinn frá Ítalíu þar sem hann dregur upp samanburð af ýmsu milli Ítalíu og Íslands og veltir upp ýmsum spurningum: Skiptir matarræði minna máli en stress og streyta? Erum við Íslendingar almennt minna fyrir að fara eftir reglum en aðrar þjóðir?

Einnig segir hann frá splunkunýju afbrigði af moskítuflugu sem hann hefur, illu heilli, kynnst ágætlega við Como vatnið!

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.