Fara í efni
Mannlíf

MA „vann“ Morfís en tapaði samt

MORFÍs lið MA: Þröstur Ingvarsson, Jóhannes Óli Sveinsson, Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir og Krista Sól Guðjónsdóttir.

Lið Menntaskólans á Akureyri fékk 15 stigum meira en lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslita­keppni MORFÍs, mælsku og rökræðukeppni fram­halds­skól­anna, í Háskólabíói á föstudagskvöldið. Það dugði hins vegar ekki til sigurs!

Þetta var í fyrsta skipti sem MA og MR mætast í úrslitum MORFÍs, sem haldin hefur verið árlega frá 1984, og keppnin þótti einnig söguleg að því leyti hve mjótt var á munum; 15 stiga munur er mjög lítið.

Skólarnir tveir tókust á um hvort Sameinuðu þjóðirnar standi undir nafni eða ekki. MA tók upp hanskann fyrir SÞ og hafði fleiri stig upp úr krafsinu en lið MR eftir langa og stranga keppni. Engu að síður var MR dæmdur sigur þar sem mat þriggja dómara af fimm var að lið Reykjavíkurskólans hefði staðið sig betur.

Lið MA skipuðu Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir, liðsstjóri, Þröstur Ingvarsson, frummælandi, Jóhannes Óli Sveinsson, meðmælandi og Krista Sól Guðjónsdóttir, stuðningsmaður.

Úrslitin tilkynnt í Háskólabíói á föstudagskvöldið.