Fara í efni
Mannlíf

Gáfu yfir milljón eftir góðgerðarvikuna

Vera Mekkín Guðnadóttir og Benjamín Þorri Bergsson afhentu Sólveigu Ásu Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krafts, stóra ávísun til marks um þá upphæð sem safnaðist í góðgerðarvikunni. Mynd: ma.is.

Fulltrúar skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri afhentu á dögunum styrk að upphæð 1.086.000 krónur, sem er afrakstur hinnar árlegu góðgerðarviku sem haldin er í MA.

Markmiðið með góðgerðarvikunni er að safna fé til styrktar góðu málefni og að þessu sinni völdu menntskælingar að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur krabbamein og aðstandendur.