Fara í efni
Mannlíf

Lokaleikur Þórsara í sumar er á Nesinu í dag

Fannar Daði Malmquist Gíslason skorar þegar Þór vann Gróttu á Seltjarnarnesi í bikarkeppninni í vor. Fannar kom við sögu í síðasta leik Þórsara eftir að hafa verið frá í töluverðan tíma vegna meiðsla. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Síðasti leikur Þórsara í Lengjudeildinni í sumar fer fram á Seltjarnarnesi í dag og hefst klukkan 14.00. Þar mæta þeir heimamönnum í Gróttu, sem þegar eru fallnir úr deildinni ásamt liði Dalvíkur/Reynis.

Ekkert breytist í neðri hluta deildarinnar nema hvað Þórsarar, sem eru í 10. sæti, gætu með sigri í dag endað í því níunda svo fremi Grindvíkingar tapi fyrir Njarðvíkingum.

Baráttan á toppnum er hins vegar gríðarlega spennandi. ÍBV er efst og Fjölnir einu stigi á eftir. Efsta liðið að lokinni umferðinni í dag vinnur sér sæti í Bestu deildinni að ári en lið í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild.

Afturelding, ÍR og Njarðvík eru einnig í baráttunni um að komast í umspilið. Afturelding fær ÍR í heimsókn og tapliðið þar gæti misst af umspilssæti Njarðvik vinnur Grindavík.

Staðan í deildinni