Fara í efni
Mannlíf

KA-menn taka á móti Stjörnunni í kvöld

Patrekur Stefánsson og félagar í KA taka á móti Stjörnumönnum í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA og Stjarnan mætast í kvöld í KA-heimilinu, í níundu umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta.

KA-menn unnu síðasta heimaleik, gegn HK-ingum, og komust þá upp úr fallsæti en lið HK sigraði síðan ÍR og þegar KA tapaði í kjölfarið fyrir ÍBV í Eyjum fór liðið aftur niður í neðsta sætið.

Stjarnan er í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig að loknum átta leikjum. Með sigri í kvöld yrðu KA-strákarnir því aðeins einu stigi á eftir Garðbæingum.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.00.