Fara í efni
Mannlíf

Hún á afmæli í dag! Sjáðu alla dagskrána

Glerárkirkja í gærkvöldi - lýsinguna hannaði Hinrik Svansson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyri er 159 ára í dag. Til hamingju með daginn, Akureyringar nær og fjær!

Akureyrarvöku var aflýst, sem kunnugt er, en ýmislegt er þó á döfinni í tilefni afmælisins.

Hér er öll dagskrá sunnudagsins 29. ágúst

Morgundjass – Sundlaug Akureyrar
Klukkan 9.00 – 11.00
Takmarkaður fjöldi gesta. Aðgangseyrir í sund. 
Gítardúóið BabyBop spilar seiðandi djass fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar. Dúóið skipar þeim Dimitrios Theodoropoulos og Jóel Erni Óskarssyni.

Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró - Listasafnið á Akureyri
Klukkan 11.00 - 12.00
Takmarkaður fjöldi gesta. Enginn aðgangseyrir.
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni og einstaka verkum. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.

Hátíðardagskrá í tilefni afmælis Hofs
Klukkan 13.00 - 14.00
Takmarkaður fjöldi gesta.
Hátíðardagskrá í Hofi þar sem 10+1 árs afmæli menningarhússins verður fagnað. Ávörp flytja meðal annars Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur tónlist úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest og flutt verður tónlistaratriði úr fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi. Hægt er að nálgast miða hér en sætafjöldi er takmarkaður.

Tónleikar á bakkanum – Sundlaug Akureyrar
Klukkan 14.00 – 15.00
Takmarkaður fjöldi gesta. Aðgangseyrir í sund.
Hljómsveit Ara Orra og Dream the Name verða með hörku tónleika fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar í tilefni afmælisins.

Grasgrænt - Mjólkurbúðin
Klukkan 14.00 - 17.00
Takmarkaður fjöldi gesta.
Félagar í Myndlistarfélaginu á Akureyri halda samsýninguna Grasgrænt í Mjólkurbúðinni.

Ljósin í bænum
Klukkan 21.00 – 00.30
Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar varða valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.

  • Menningarhúsið Hof – Catalysis #2 – Heimir Hlöðversson
  • Akureyrarkirkja – Bernharð Már Sveinsson
  • Glerárkirkja – Hinrik Svansson
  • Listasafnið á Akureyri – Árni Jónsson og Egill Jónasson
  • Aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva – Bernharð Már Sveinsson
  • Lystigarður Akureyrar – Starfsfólk garðsins og Bernharð Már Sveinsson
  • Upplýst svæði um bæinn – Starfsfólk umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar

Hér eru nánari upplýsingar um listaverkin.

Menningarhúsið Hof í gærkvöldi; listaverkinu Catalysis #2 eftir Heimi Hlöðversson var varpað á húsið.

Akureyrarkirkja í gærkvöldi; Bernharð Már Sveinsson hannaði lýsinguna. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.