Fara í efni
Mannlíf

Grunn- og leikskólar: 3.588 nemendur í 19 skólum

Mynd: Agence Olloweb - Unsplash.com.

Grunnskólar Akureyrarbæjar voru settir í gær og hófst kennsla í morgun samkvæmt stundaskrá. Nemendur grunnskólanna eru 2.550.

Eitt af því sem þetta hefur í för með sér er auðvitað umferðarmálin og öryggi barna á leið í skólann. Ekki úr vegi að ökumenn minni sjálfa sig á það að morgni að taka tillit til skólabarnanna, aka varlega í námunda við skólana og fjölfarnar gangbrautir. Sú góða vísa er heldur aldrei of oft kveðin að foreldrar og forráðamenn velti fyrir sér hvort þörf er á að skutla í skólann eða taka hressandi morgun og síðdegisgöngu fram yfir bíltúrinn.


Mynd: unsplash.com.

Grunnskólar bæjarins eru tíu, þar af sjö með verulegan fjölda nemenda. Skólarnir tíu eru Brekkuskóli, Giljaskóli, Glerárskóli, Grímseyjarskóli, Hlíðarskóli við Skjaldarvík, Hríseyjarskóli, Lundarskóli, Naustaskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Lundarskóli er fjölmennastur með 475 nemendur. Alls stunda nú 2.550 nám við grunnskóla bæjarins, þar af eru 213 sem hófu skólagöngu sína í 1. bekk í morgun.

Ríflega þúsund í leikskólunum

Í leikskólum bæjarins eru skráðir 1.038 nemendur. Í haust hefjja 276 nemendur aðlögun í leikskólunum. Flestir nemendur leikskólanna á aldrinum 12-24ra mánaða eru í Árholti/Tröllaborgum, eða 40, en 37 á Iðavelli og 32 á Síðuseli og Holtakoti. 


Þetta loftkort sýnir staðsetningu starfsstöðva leikskólanna innan Akureyrar. Skjáskot úr bæklingi bæjarins um leikskólaval. 

Akureyrarbær rekur níu leikskóla á 12 starfsstöðvum, það eru Hulduheimar (starfsstöðvar Sel og Kot) Iðavöllur, Kiðagil, Klappir, Krógaból, Lundarsel (starfsstöðvar Lundarsel og Pálmholt), Naustatjörn, Tröllaborgir/Árholt (starfsstöðvar Tröllaborgir og Árholt) og Hríseyjarskóli. 

Í leikskólum bæjarins eru skráðir 1.038 nemendur. Í haust hefja 276 nemendur aðlögun í leikskólum bæjarins. Flestir nemendur á aldrinum 12-24 mánaða eru í Árholti/Tröllborgum eða 40, í Iðavelli eru 37 nemendur á yngsta aldursbili og í Síðuseli og Holtakoti eru 32 nemendur.

Réttindaskólar UNICEF

Tveir grunnskólar, Giljaskóli og Naustaskóli, hafa lokið við innleiðingu réttindaskóla UNICEF og Giljaskóli fengið endurviðurkenningu. Stefnt er að því að allir grunnskólar á Akureyri hefji innleiðingu fyrir haustið 2025. Fimm leikskólar hafa lokið innleiðingarhring sem réttindaskólar UNICEF. Unnið er að því að hinir fjórir hefji innleiðingu núna í haust.