Fara í efni
Mannlíf

Góðgerðarkaffihús 5. bekkjar Síðuskóla

Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla opna góðgerðar- og menningarkaffihús síðdegis í dag, fimmtudag, í tengslum við Barnamenningarhátíð.
 
Nemendur ætla að bjóða upp á kaffi og djús, dansatriði, tónlistaratriði og andlitsmálningu fyrir börn. Hægt verður að kaupa bakkelsi með kaffinu á vægu verði, að því er segir í tilkynningu. Þá verða einnig til sölu listmunir sem nemendur hafa verið að vinna að.
 
  • Allur ágóði af kaffihúsinu mun renna til barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.
  • Kaffihúsið í Síðuskóla verður opið frá klukkan 16.00 til 18.00