Fara í efni
Mannlíf

Fingrafimur 13 ára Birkir – MYNDBAND

Birkir Blær Óðinsson, Akureyringurinn ungi sem tekur þátt í sænsku Idol söngkeppninni um þessar mundir, hefur heillað marga lesendur Akureyri.net upp á síðkastið ef marka má viðbrögð við fréttum og myndböndum af honum.

Fyrir nokkrum dögum birtist hér upptaka af hljómsveitinni Beasts of Odinn, þar sem Birkir og bræður hans þrír fluttu lag eftir Birki, sem þá var 12 ára.

Myndband dagsins var tekið á æfingu fyrir barnamenningarhátíðina Börn fyrir börn sem haldin var í Hofi í febrúar 2014. Þar stigu m.a. á svið sigurvegarar í hæfileikakeppni barna á Norðurlandi; Birkir var einn þeirra, sem kemur ekki á óvart. Þetta var nokkrum vikum fyrir 14 ára afmælið. Birkir flytur hér ásamt fleirum Caprice 24, þekkt verk eftir ítalska fiðluleikarann og tónskáldið Niccolo Paganini – verk sem fjöldi fiðluleikara hefur flutt i gegnum tíðina, en Birkir leikur það á gítarinn með miklum tilþrifum.

Sjón og heyrn eru sögu ríkari!