Mannlíf
Birkir Blær á Græna hattinum 29. desember
24.10.2022 kl. 12:31
Birkir Blær þegar hann sigraði í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 á síðasta ári. Til hægri er þáttarstjórnandinn, Pär Lernström. © Guðmundur Svansson
Birkir Blær Óðinsson heldur tónleika á Græna hattinum milli jóla og nýars, nánar tiltekið fimmtudagskvöldið 29. desember. Birkir Blær er búsettur í Svíþjóð þar sem hann sló rækilega í gegn þegar hann sigraði í Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV 4 í lok síðasta árs. Hann kemur fram ásamt hljómsveit á Græna hattinum og segist munu leika eigið efni auk þess að flytja sum þeirra laga sem hann söng í Idol keppninni.