Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?

Einn dagskrárliða Einnar með öllu í dag er krakkahlaup Súlur Vertical fjallahlaupsins sem fer fram í Kjarnaskógi kl. 16.00. Þarna spretta krakkar úr spori á síðasta ári. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst á Akureyri í dag og stendur til sunnudags. Akureyri.net verður á ferðinni og færir lesendum myndir af ýmsu sem fram fer í bænum.

Dagskrá hvers hátíðardags verður birt hér að morgni.

DAGSKRÁIN Í DAG, FÖSTUDAG

Miðbærinn

  • 10:00 - 15:00 Útigrill á Vamos
    Ivan Vujcic kemur sér fyrir á torginu og heilgrillar skokk fyrir gesti og gangandi
  • 13:00 - 18:00 Markaðsstemning á torginu
    Margskonar vörur verða til sölu á Ráðhústorgi. 

Leikhúsflötin

  • 12:00 - 23:30 Tívólí verður opið alla helgina.

Krakkahlaup Súlur Vertical

  • 16:00 Krakkahlaup Súlur vertical í Kjarnaskógi.
    Hlaupið er frítt fyrir krakka í boði 66°Norður, Norðurorku, Kjarnafæðis og Ölgerðarinnar.

Vegalengdir:

  • 5 ára og yngri: 400m
  • 6-8 ára 800m
  • 9-10 ára: 1200m
  • 11-12 ára: 2 km

Vamos

  • 18:00 - 00:00 - Versló Fest
    Our Psych, Kurt Heisi, Dj Lilja, Dj aYobe, Birkir Blær og Saint Pete
    Nýjasta viðbótin, Vamos Grande, verður opin frá kl 23:00 á efri hæðinni, þar sem dansað verður fram eftir nóttu.

Akureyrarkirkja

  • 20:00 Óskalagatónleikar
    Óskar Pétursson, Ívar Helgason og Eyþór Ingi Jónsson organisti flytja lög sem tónleikagestir velja á staðnum. Leynigestur verður Birkir Blær. Smellið hér til að sjá lagalista kvöldsins.

Græni hatturinn

Sjallinn

  • 23:00 Dynheimaball. Miðasala á tix.is
    Dansleikur þar sem „spólað verður til baka“ eins og segir í tilkynningu. Við stjórnvölinn verða gömlu plötusnúðarnir Dabbi Rún og Siggi Rún en gestir kvöldsins verða Trausti Haraldsson og Karl Örvarsson. Hér eru nánar upplýsingar.

Götubarinn

  • 23:00 Einar Höllu mætir og spilar fram eftir nóttu fyrir gesti Götubarsins.

Götum verður lokað í miðbæ Akureyrar um helgina vegna Einnar með öllu og fjallahlaupsins Súlur Vertical. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar.